Skólasálfræðingur

Sálfræðiþjónusta
Benedikt Bragi Sigurðsson  og Hugrún Sigurjónsdóttir  eru sálfræðingar við Álfhólsskóla. Þau sinna nemendum ýmist að beiðni skóla eða forráðamanna. Skólinn vísar nemendum aðeins til sálfræðings að gefnu samþykki forráðamanna og á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá ritara. Forráðamenn leita til umsjónarkennara óski þeir eftir þjónustu skólasálfræðings. Umsjónarkennari leggur síðan erindið fyrir Nemendaverndarráð sem vísar því áfram til sálfræðings.  
Benedikt Bragi heldur úti vefsíðu – www.benedikt.is – um sálfræðileg málefni, meðal annars eru birtar þar stuttar greinar um málefni barna í grunnskólum.
Posted in Sálfræðiþjónusta.