Skólasöngur

– Skólasöngur Álfhólsskóla –
Höfundur:  Magnús Kjartansson

Þegar lífsins gleði leitar
svo létt á huga minn.
Finn ég hvernig allur eflist
og ólgar æskukrafturinn.
Tilveran er töfrum hlaðin
tónar fylla loftin blá. 
Það er gott og ljúft að lifa
læra, óska, vona og þrá.

Í skóla við leikum og lærum saman
og látum ríkja sanna gleði og gaman
Alltaf allir saman
.

Á yngri árum liggja leiðir
um lærdómsbraut og gleðiveg
Í skóla vinir vinna saman
vináttan er dásamleg.
Hópinn eflum eigum saman
ótal stundir enn um sinn.
Öll við syngjum einni röddu:
Alltaf bestur skólinn minn.

Í skóla við leikum og lærum saman
og látum ríkja sanna gleði og gaman.
Alltaf allir saman.

Posted in Skólasöngur.